Aðalfundur SÍM 2025 - uppfært fundarboð

föstudagur, 2. maí 2025
Aðalfundur SÍM 2025 - uppfært fundarboð
Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna verður haldinn laugardaginn 24. maí 2025 kl 15:00-16:30 á Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík (upp rampinn).
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Stjórnarkosning
4. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun félagsgjalda
8. Önnur mál
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs 2025 rann út 11. apríl sl. Eftirtalin framboð bárust:
Pétur Thomsen, Helga G. Óskarsdóttir, Logi Bjarnason og Hulda Ágústsdóttir í stjórn og varastjórn.
Eftirtaldir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára vorið 2024: Anna Eyjólfs, formaður, Hlynur Helgason, Anna Rún Tryggvadóttir og Helga G. Óskarsdóttir í stjórn og varastjórn. Þeirra kjörtímabili lýkur vorið 2026.
Þar sem ekki bárust fleiri framboð telst stjórnin sjálfkjörin.
Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.
Félagsmenn eru hvattir til að greiða félagsgjöldin tímanlega fyrir aðalfundinn.