top of page

Fundarboð: Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna

508A4884.JPG

föstudagur, 10. maí 2024

Fundarboð: Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna

Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna verður haldinn fimmtudaginn 16. maí 2024 á Korpúlfsstöðum kl. 17:00-19:00.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Stjórnarkosning
4. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun félagsgjalda
8. Önnur mál

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Stjórnarkosning
Kjósa skal tvo aðalmenn í stjórn og einn varamann. Kosinn skal formaður félagsins næsta tímabil.

Sjá öll framboð hér: www.sim.is/fréttir-frambod2024

Þeir frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta í kjöri meðstjórnenda taka sæti í stjórn. Sá sem næstur kemur tekur sæti varamanns. Hljóti tveir menn jafna atkvæðatölu skal varpað hlutkesti á milli þeirra, sbr. 7. gr.

Stjórnin skal kosin rafrænt og eru allir skuldlausir félagsmenn sambandsins kjörgengir. Fullgildir félagsmenn fá sendan rafrænan kjörseðil í tölvupósti í gegnum Maskínu.

Kosning stendur yfir frá þriðjudegi 14. maí kl 12:00 til fimmtudags 16. maí kl 12:00.

Aðstoð vegna rafrænnar kosningar veitir skrifstofa SÍM á sim@sim.is eða í síma 551 1346.


Lagabreytingar
Tillaga stjórnar að breytingu á inntökureglum SÍM

Sjá nánar hér: https://tillaga-innokureglur-sim2024.tiiny.site.

Stjórn SÍM leggur fyrir tillögu á aðalfundi að einstaklingar sem hafa lokið ára 4. stigs menntun í myndlist annars vegar, og einstaklingar sem starfa virkt á vettvangi myndlistar og eru með menntun á sviði myndlistar aðra en myndlistarmenntun hins vegar, fái inngöngu í SÍM. 

Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við skrifstofu SÍM á sim@sim.is eða í síma 551 1346.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page