top of page

Frystihúsastelpur snúa aftur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. maí 2025

Frystihúsastelpur snúa aftur

Ása Tryggvadóttir og Jóhanna V Þórhallsdóttir opna sýningu á myndverkum og leirmunum, að hótel Norðurljósum Raufarhöfn laugardaginn 17. maí nk. Þær hafa um árabil rekið saman Artgallerý 101 í Reykjavík og sýna nú í fyrsta sinn saman verkin sín.

Ása er lærði í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún rekur verkstæðið/galleríið Stilkar á Vatnsstíg 3 í miðbæ Reykjavíkur. Verk hennar eru innblásin af náttúru landsins sem og endurtúlkun á eldri myndum. Að auki hannar hún hagnýt verk í ýmsum gerðum og litum. Ása hefur sýnt verk sín í Hönnunarmars, Ráðhúsi Reykjavíkur, og selur verk sín meðal annars á Listasafni Íslands, Hönnunarsafni Íslands..

Jóhanna sem er einnig söngkona og kórstjóri, hóf nám í Myndlistaskóla Kópavogs og Reykjavíkur og lá síðan leiðin til Þýskalands. Verk Jóhönnu eru innblásin af náttúru landsins og tónlist og takti. Jóhanna hlaut heiðursverðlaun í Austurríki í Ybbs an der Donau fyrir myndlist í september 2022. Hún lærði í Þýskalandi hjá Markúsi Lüpertz og Heribert Ottersbach.

Hún er í félagi í SÍM og stjórnar Gallerí Göng/um. Hún var formaður Anarkíu og ARTgallery Gáttar í Kópavogi og selur verk sín m.a. í Gallerí Fold

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page