top of page

FRELSI: Sumarsýning Grósku 2023

508A4884.JPG

þriðjudagur, 18. apríl 2023

FRELSI: Sumarsýning Grósku 2023

Rétt eins og koma vorsins er Sumarsýning Grósku árviss viðburður, jafn ómissandi og birtan, ylurinn og gleðin. Á vorin er allt að losna úr viðjum og höftunum er kastað. Frelsinu er líka fagnað á Sumarsýningu Grósku sem verður opnuð kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 20-22 í Gróskusalnum á 2. hæð við Garðatorg 1. Sýningin er helguð frelsi og birtist þar frjálst sköpunarflæði í fjölbreyttum listaverkum enda eru sýnendur 24 talsins, allir úr Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ.

Sýningarstjóri er Birgir Rafn Friðriksson myndlistarmaður og Gróskufélagi sem einnig annaðist sýningarstjórn sýningarinnar Walk Through á Garðatorgi sem nú stendur yfir. Þar má sjá olíumálverk eftir Auju – Auði Björnsdóttur Gróskufélaga. Myndlistarmenn í Grósku hafa lífgað upp á Garðatorg með sýningum og mynda sýningarflekar Grósku sérstakt rými sem gengið er í gegnum á torginu. Um leið og fólk gengur um myndlistarsýningarnar gengur það gegnum listina enda er eitt af meginmarkmiðum Grósku að gera myndlistina sýnilegri í Garðabæ.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page