top of page

Framlengdur framboðsfrestur til stjórnar LHÍ

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. október 2023

Framlengdur framboðsfrestur til stjórnar LHÍ

Vegna takmarkaðra umsókna um setu í stjórn LHÍ hefur baklandið ákveðið að framlengja umsóknarfrest til 10. nóvember.

Stjórn baklands LHÍ óskar eftir framboðum í stjórn Listaháskólans. Laust er nú eitt sæti í stjórn. Öllum er frjálst að senda inn framboð, sem stjórn baklandsins mun í kjölfarið taka afstöðu til.

Framboð skulu vera einföld: stutt ferilsskrá + kynningarbréf (ekki meira en ein blaðsíða). Framboð sendist á: baklandsstjorn@lhi.is fyrir 10. nóvember n.k.

Athugið að við meðhöndlun framboða er stjórn baklandsins skylt að taka tillit til laga félagsins, nánar tiltekið:

4.5. gr.
Við ákvörðun um fulltrúa til stjórnarsetu í LHÍ skal stjórn Baklandsins gæta að faglegu jafnvægi milli faggreina til samræmis við markmið og þarfir LHÍ hverju sinni.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page