top of page

Frá einum degi til annars: Pablo Jansana í BERG Contemporary

508A4884.JPG

þriðjudagur, 15. ágúst 2023

Frá einum degi til annars: Pablo Jansana í BERG Contemporary

Sýningaropnun föstudaginn 18. ágúst frá 17-19 í BERG Contemporary, Klapparstígur 16, 101 Reykjavik. Sýningin stendur til og með 30. sept.

Jansana (f. 1976) á rætur sínar að rekja til Chile, og vísa verk hans um margt til uppruna hans, en á sýningu sinni sýnir Pablo splunkuný verk sem endurspegla hrifningu hans af glufunni sem gerir okkur kleift að ná utan um breytingar á tilvist okkar. Mörg verka Jansana staðsetja áhorfandann inni í hringlaga rými umbreytinga sem svipar til augntóftar.

Í verkum sínum þýðir Jansana umbreytingu bæði sem hreyfingu og nálægð við
tiltekið hlið, sem biður okkur um að íhuga aðliggjandi heima en tryggir þó ekki öryggi. Hliðið
á milli hins þekkta og óþekkta opnast skyndilega og skilur eftir sig óljósar hugmyndir að
ofbeldi.

Sýningin dregur titil sinn af upphafssetningu bókarinnar Myth of Pterygium (2022), fyrstu
skáldsögu mexíkóska rithöfundarins Diego Gerard Morrison, sem hljóðar svo: „Hægra augað
mitt er blóðhlaupið og veldur mér kláða frá degi til dags. Óvanalega mikið.“ Aðalpersónan,
Arthur, vaknar einn morguninn í Mexíkóborg með augnsjúkdóm sem kallast pterygium - vöxt
út frá táru sem leggst yfir hornhimnuna og hindrar sjón einstaklingsins ef ekkert er gert. En
það er einmitt tilfelli Arthurs, sem upplifir að skynjun á nokkrum mikilvægum umbreytingum
í lífi hans verður óskýr.

Pablo Jansana hefur notið mikillar hylli á alþjóðlegum listvettvangi á undanförnum árum, en þetta er fyrsta sýning hans hér á landi, og telst vissulega sem mikill hvalreki fyrir íslenska listunnendur. Hann vinnur verk sín í margvíslega miðla, svo sem málverk og skúlptúra. Verk hans hafa verið sýnd víðsvegar, má þar nefna Rema Hort Mann Foundation í New York, Bronx Museum í New York, Museo de Arte Moderno de Chiloé í Chile, The Goma í Madrid, og í AMA Art Museum of the Americas í Washington fylki Bandaríkjanna.
Jansana býr og starfar bæði í Brooklyn, New York, sem og í Kaupmannahöfn.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page