top of page

Frá BÍL — Stuðningur við listdanskóla

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. mars 2023

Frá BÍL — Stuðningur við listdanskóla

Kæru BÍL aðildafélög,

eins og þið hafið eflaust tekið eftir í fjölmiðlum undanfarnar vikur er staðan hjá grunnnáminu hjá listdansskólum landsins ekki nógu góð og hefur ekki verið í fleiri ár. Það er krefjandi að halda uppi faglegu listdansnámi í því rekstrarumhverfi sem listdanskennsla á Íslandi býr við í dag en framhaldsskóla- og háskólanám í dansi er styrkt, hinsvegar er grunnnámið ekki styrkt og það gengur ekki upp.

Fíld óskar að styðja við listdansskólanna enda mikilvægt að tryggja stöðu dansins á öllum stigum hér á landi svo að danssamfélagið geti haldið áfram að dafna.

Undirskriftasöfnun er því hafin sem við deilum hér og hvetjum alla til þess að deila áfram með sínum póstlistum. Við þurfum að sýna að okkur standi ekki á sama og vonum að í krafti fjöldans getum við ýtt á ráðherra til þess að gera breytingar á þessari stöðu.

Undirskriftalistann finnið þið hér: https://is.petitions.net/stydjumstarfsemilistdansskola

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page