top of page

Forval að samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala

508A4884.JPG

föstudagur, 2. júní 2023

Forval að samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) býður myndlistarmönnum að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk. Samkeppnissvæðið er Sóleyjartorg, aðalaðkomutorg meðferðarkjarnans, ásamt anddyri byggingarinnar. Sóleyjartorg nær frá aðalbyggingu gamla Landspítalans yfir að miðgötu svæðisins, Burknagötu.

Samkeppnin mun fara fram eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), þ.e. lokuð samkeppni með opnu forvali. Í fyrri áfanga samkeppninnar, forvali, mun forvalsnefnd velja fimm myndlistarmenn og/eða listamannahópa úr innsendum þátttökutilkynningum til þátttöku í seinni hluta samkeppninnar.

Tilkynning um þátttöku skal innihalda nafn/nöfn þátttakenda, kennitölu/-r og netfang/-föng. Stuttan texta þar sem gerð er grein fyrir áhuga á verkefninu ásamt forsendum og hæfni til þess að útfæra varanleg útilistaverk. Ferilsskrá og myndir af fyrri verkum. Heimilt er að senda inn lauslega tillögu að fyrirhuguðu listaverki/-um. Aðrar upplýsingar sem talið er að geti styrkt þátttökutilkynninguna. Rétt til að tilkynna þátttöku í forvali hafa allir myndlistarmenn. Tungumál samkeppninnar er íslenska.

Fyrirspurnir í forvalshluta samkeppninnar skal senda á netfangið: trunadur@nlsh.is, fyrir 2. júní. Umsóknir um þátttöku sendist á netfangið: trunadur@nlsh.is fyrir kl. 16:00, 9. júní 2023. Allar nánari upplýsingar má finna á www.nlsh.is

Forvalsnefnd
Sigurður H. Helgason, tilnefndur af NLSH, formaður
Dorothee Kirch, tilnefnd af Reykjavíkurborg
Þóra Þórisdóttir, tilnefnd af SÍM

Dómnefnd
Finnur Árnason, tilnefndur af NLSH, formaður
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg
Þórunn Steinsdóttir, tilnefnd af Landspítala
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, tilnefnd af SÍM
Pétur Thomsen, tilnefndur af SÍM

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page