FORM OG JAFNVÆGI - Sýning á verkum Sørens West og Sigurjóns Ólafssonar

fimmtudagur, 22. maí 2025
FORM OG JAFNVÆGI - Sýning á verkum Sørens West og Sigurjóns Ólafssonar
Laugardaginn 31. maí 2025 klukkan 14:00 opnar danski sendiherrann á Íslandi, Erik Vilstrup Lorenzen, sumarsýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar verður úrval höggmynda eftir danska listamanninn Søren West ásamt þeim skúlptúrum Sigurjóns sem Søren valdi til að kallast á við steinmyndir sínar.
Søren West á að baki langan og yfirgripsmikinn listamannsferil. Hann vinnur mestmegnis í granít og aðrar steintegundir og bætir oft við málmum og öðrum efnum. Á annað hundrað verka hans er nú að finna á opinberum stöðum, flest í Danmörku, en einnig á Ítalíu og í Þýskalandi.
Søren West hefur sýnt verkum Sigurjóns sérstakan áhuga og í grein sem hann ritar í sýningarskrá segist hann skynja næstum bróðurleg tengsl við þennan starfsbróður sinn sem hann þó aldrei hitti og á þeim sé 55 ára aldursmunur. Í aðdraganda sýningarinnar kynnti hann sér megnið af verkum Sigurjóns og valdi til sýningar léttari og opnari verk hans sem hann taldi að myndu kallast á við steinskúlptúra sína.
Søren West fæddist í Kaupmannahöfn 1963 og nam við Listaakademíið á Fjóni á árunum 1983−1988 og síðan Studio Corsanini í Carrara á Ítalíu. Frá 1995 hefur hann búið og unnið í Egeskov Mølle á Suður- Fjóni. Hann er félagi í BKF (Billedkunstnernes Forbund), Dansk Billedhuggersamfund og Félagi Suður-Fjónskra listamanna og hann var þátttakandi í vinnustofunni Gæsteatelier Hollufgaard í Óðinsvéum. Søren hefur haldið fyrirlestra og námskeið í dönskum framhaldsskólum og tvívegis hefur hann verið forstöðumaður höggmyndadeildar Listaskólans í Svendborg. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar staðið að ýmsum skúlptúrverkefnum heimafyrir og erlendis, og talið er að 118 skúlptúra eftir hann sé að finna á opinberum stöðum, flestir þeirra eru í Danmörku, en einnig á Ítalíu og í Þýskalandi.
Søren West vinnur mest með granít og marmara og skeytir oft bronsi, stáli eða tré við steininn. Í verkum hans má finna fagurfræðilegar og kraftmiklar vangaveltur um jafnvægi og andstæður efnis og áferðar.
English
Saturday May 31st 2025 His Excellency Erik Vilstrup Lorenzen, Danish ambassador to Iceland, will open an exhibition in Sigurjón Ólafsson Museum with a selection of skulptures by Danish sculptor Søren West and Sigurjón Ólafsson.
Søren West is best known for his monumental decorations, in public spaces as well as public interiors, frequently made in nordic granite. He is deeply interested in Sigurjón Ólafsson‘s work and selected sculptures from his collection to stand in dialog with his skulptures in this exhibition. In a short essay in the exhibition catalogue, he says that during the preparation for this exhibition he studied the bulk of Ólafsson‘s work and has felt a fraternal connection with this 55 years older colleague, whom he never met.
Søren West was born in 1963 in Copenhagen. 1983−1988 he studied at the Academy of Fine Arts Odense and furthered his studies at the Studio Corsanini in Carrara, Italy. Since 1995 he has lived and worked in Egeskov Mølle in Fyn, Denmark. He is a Member of the Artists' Association Denmark, the Danish Sculptors Society and the workshop Gæsteatelier Hollufgaard in Odense. He has given lectures and courses at many Danish schools and a variety of high schools. He was the leader of the sculpture institute at Svendborg Art School, in 1992−1996 and 2000−2001. Since 1986 he has held numerous exhibitions and sculpture projects in Denmark and abroad.
Søren West mainly works with granite and marble, frequently combined with bronze, steel, or wood. His works explore aesthetic and dynamic statements in relation of balance, distance and contrast between and within the materials and surfaces used.