top of page

Flæðarmál

508A4884.JPG

miðvikudagur, 27. ágúst 2025

Flæðarmál

Velkomin á opnun laugardaginn 30.ágúst kl. 16-19 í Grafíksalnum, Hafnarhúsi við Tryggvagötu 17, Reykjavík - inngangur hafnar megin.

Opnunartími: þriðjudag til sunnudags kl.13-18, sýningin mun standa til 14.september 2025.

Á sýningunni Flæðarmál eru verk, unnin með sandkornum sem mótuð eru í geometrísk form á pappír, ljósmyndum og lausum sandi ásamt teikningum og myndar sýningin 8 mismunandi samsett verk.
Í heild byggja verkin á vísunum í raunverulegt landsvæði í Vesturbyggð, hinum gamla Rauðasandshreppi þar sem sandsýnunum var safnað á 8 mismunandi stöðum og unnin ný verk sérstaklega fyrir verkefnið Umhverfing 4, sem spannaði sýningar víðsvegar á Vestfjörðum og Vesturlandi sumarið 2022 en í því tóku þátt listamenn sem tengdir eru þeim landssvæðum.

Geometrísku formin, sem sandurinn myndar, eru sótt í forna arabíska leturlist, Kufic ferning (e.Kufic square) og tákna þau heiti staðanna þar sem sandinum var safnað.
Sú hugmynd að nota Kufic ferninginn tengist kynnum af teikningu svo kallaðra „heilagra rúmmynda“ (e.sacred geometry) í vinnustofudvöl í Marokkó 2017, sem fram fór undir handleiðslu þarlendra kennara. Hér um að ræða speglun, sem birtist í flæði áhrifa milli menningarheima og flæði hafsins milli strandsvæða.
Í arabískri menningu eru heilagar rúmmyndir undirstaða mynstra og skreytis í byggingum og handverki og er margra alda gömul hefð sem enn lifir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page