top of page

Fjallaloft - Henrik Chadwick Hlynsson í Listasal Mosfellsbæjar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. ágúst 2023

Fjallaloft - Henrik Chadwick Hlynsson í Listasal Mosfellsbæjar

Fjallaloft nefnist fyrsta einkasýning Henriks Chadwick Hlynssonar sem samanstendur af málverkum af náttúru Íslands. Mikilfengleiki jökla og fjalla eru aðalviðfangsefni hans og tengir hann upplifun sína á þeim í verkin sín. Hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður í tíu ár. Á þeim tíma myndaði hann sérstök tengsl við náttúruna og notar hann þá upplifun í verkin sín.

Á ferðum sínum um jökla landsins safnar hann öskuvatni frá íshellum sem hann notar í verk sín og tengir þannig náttúruna inn í verkin. Verkin endurspegla hina stórbrotnu náttúru sem getur verið bæði hrikaleg og undurblíð í senn.

Henrik Chadwick Hlynsson er fæddur árið 1990 og er Mosfellingur.

Sýningin opnar föstudaginn 11. ágúst kl. 16:00 – 18:00. Eftir það er hún opin alla virka daga frá kl. 09:00 – 18.00. Á laugardögum kl. 12:00 – 16:00 frá og með 19. ágúst. Sýningunni lýkur föstudaginn 8. september.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page