Fjörufjör með Allt er hægt í Viðey
fimmtudagur, 27. júlí 2023
Fjörufjör með Allt er hægt í Viðey
Í Viðey eru fallegar fjörur þar sem ýmsar gersemar eru að finna. Laugardaginn 29. júlí, kl. 13:15, verður boðið upp á könnunarleiðangur um fjöruna við Naustið sem er staðsett nálægt Friðarsúlu Yoko Ono. Leiðsögumenn frá ALLT ER HÆGT aðstoða krakka að veiða og skoða lífríki fjörunnar.
Háfar og balar verða á staðnum sem hægt er að safna í sjávargróðri og litlum lífverum til þess skoða gaumgæfilega. Gott er að koma í góðum skóm eða stígvélum.
Fleiri fjörur er að finna í Viðey sem vert er að skoða og hvetjum við þátttakendur til þess að fara í eigin könnunarleiðangra. En athugið að bannað er að klifra í klettum og fara þarf að gát. Börn eru á ábyrgð forráðamanna.
Viðburðurinn er ókeypis, en borga þarf í ferjuna. Fólk er hvatt til að kaupa miða fyrir fram á heimasíðu Eldingar. Leiðsögnin fer fram á íslensku og eru öll velkomin.