top of page

Fjölbreytt námskeið fyrir 16 ára og eldri í Myndlistaskólanum í Reykjavík

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. maí 2024

Fjölbreytt námskeið fyrir 16 ára og eldri í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Vakin er athygli á breiðu námskeiðaframboði fyrir 16 ára og eldri í Myndlistaskólanum í Reykjavík í sumar. Meðal námskeiða eru Grunnnámskeið í vefnaði; Leirmunagerð í staðbundin efni; Leirrennsla; Módelteikning: Aflagalína og Örnámskeið í leirmótun: Pulsuaðferð. Öll námskeiðin henta fagfólki og sum þeirra eru sérstaklega ætluð þeim sem hafa góðan grunn í faginu.

Módelteikning: Aflagalína. Kristín Gunnlaugsdóttir leiðbeinir þátttakendum sem verða gefin ákveðin fyrirmæli áður en hafist er handa við að teikna hverju sinni. Teiknað verður eftir módeli á fjölbreyttan og frjálslegan hátt.

Námskeiðið fer fram um næstu mánaðarmót eða dagana 30. maí til 1. júní, kl. 16:00-19:00 þessa þrjá daga. Verð: 37.500 kr.

Skráning fer fram hér: https://umsokn.inna.is/#!/login/1167/667040.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Myndlistaskólans: mir.is.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page