top of page

Fjórar sýningaropnanir í Safnasafninu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. maí 2024

Fjórar sýningaropnanir í Safnasafninu

Safnið opnar fjórar samsýningar í ár og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Arnar Herbertsson, Guðmundur Björn Sveinsson, Guðrún Jónasdóttir, Jasa Baka, Nína Óskarsdóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Svava Skúladóttir, Þórunnar Franz og Örn Karlsson eru með einkasýningar.

Í samsýningunni Fagurfræði skynfæra og lystisemda eru skynfæri mannsins til umfjöllunar og má þar sjá verk eftir fjölda listamanna undir stjórn Níelsar Hafstein. Meðal listamanna þar á meðal eru t.a.m. Bjarni Þórarinsonn og Guðmundur Oddur, Dieter Roth (1930-1998), Dorothy Iannone (1933-2022), Hildur Hákonardóttir og Ragnar Kjartansson.

Bæði ný og kunnugleg verk prýða hlaðið og nánasta umhverfi og nemendur Valsárskóla hafa afhjúpað nýtt verk á hlaðinu.

Viðburðir í safninu í ár eru fjölbreytilegir og verða meðal annars haldin námskeið og kynningar sem hægt verður að sjá nánar á heimasíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Safnið gefur út tvær nýjar sýnisbækur í ár, önnur helguð verkum og ævi Ingvars Ellerts Óskarssonar og hin lífsstarfi Gígju G. Thoroddsen. Þessar útgáfur eru númer 10 og 11 í röðinni. Safnasafnið hóf útgáfu á sýnisbókum safneignar árið 2016 í þeim tilgangi að rannsaka og miðla sýningum og safnkosti út fyrir veggi safnsins. Að baki liggur fyrst og fremst sú stefna að skrásetja og miðla vanmetnum þætti íslenskrar listasögu sem safnið hlúir markvisst að.

Það er ljóst að þau sem koma að sýningum, viðburðum og útgáfum árið 2024 eru litríkar persónur og hver þeirra hefur á einhvern hátt skilið eftir sig mikilvæg spor og haft áhrif á mannlíf og menningu.

Sýnendur eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Anna Líndal, Arnar Herbertsson (1933-2024), Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999), Ásrún Aðalsteinsdóttir, Ásta Björk Friðbertsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Bjarni H. Þórarinsson, Björg Egilsdóttir, Bryndís Símonardóttir, Daði Guðbjörnsson, Dieter Roth (1930-1998), Dorothy Iannone (1933-2022), Eiríkur Júlíus Guðmundsson (1909-2008), Elsa Doróthea Gísladóttir, Erla Þórarinsdóttir, Gígja G. Thoroddsen (1957-2021), Gísli Halldórsson, Gjörningaklúbburinn, Gloria Lopez, Guðmundur Björn Sveinsson (1930-2011), Guðmundur Oddur Magnússon, Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Jónasdóttir (1914-2007), Gunnhildur Walsh Hauksdóttir, Hafdís Helgadóttir, Hálfdán Ármann Björnsson (1933-2009), Hannes Lárusson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Halldórsson, Helgi Valdimarsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hildur Hákonardóttir, Hildur Kristín Jakobsdóttir (1935-2003), Hjálmar Jónsson (1796-1875), Hjalti Skagfjörð Jósefsson, Huglist, Ingvar Ellert Óskarsson (1944-1992), Ívar Valgarðsson, Jasa Baka, Jenný Karlsdóttir, Joe Keys, Jón B.K. Ransu, Kees Visser, Kristján Guðmundsson, Magnhildur Sigurðardóttir, Magnús Pálsson, Níels Hafstein, Nína Óskarsdóttir, Nini Tang, Örn Karlsson, Óskar Margeir Beck Jónsson (1922-1997), Peter Holstein, Ragnar Bjarnason (1909-1977), Ragnar Kjartansson, Ragnheiður Þóra Ragnarsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Sara Björnsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir (1949-2023), Sigurjón Jóhannsson (1939-2023), Sigurlaug Jónasdóttir (1913-2004), Stefán Tryggva og Sigríðarson, Svava Skúladóttir (1909-2005), Tómas Jónsson, Unnar Örn, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, Vilma Dutt, Yngvi Örn Guðmundsson (1938-2022), Yvonne Beelen, Þór Vigfússon, Þórgunnur Þórsdóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Þórunn Franz (1931-2018), Nemendur úr leikskólanum Álfaborg, Nemendur úr Valsárskóla og ókunnir höfundar.

Sýningarstjórn og umsjón annast: Bryndís Símonardóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir, Níels Hafstein, Unnar Örn og Þórgunnur Þórsdóttir.

Sýningarnar eru gerðar með stuðningi frá Svalbarðsstrandarhreppi, Safnaráði, Myndlistarsjóði og Norðurorku.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page