top of page

Fjórar sýningar opna í Listasafni Íslands

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. apríl 2024

Fjórar sýningar opna í Listasafni Íslands

Fjórar sýningar opna í Listasafni Íslands laugardaginn, 13.apríl kl 15:00

Steina, Anna Hrund Másdóttir, Arna Ýr Jónsdóttir, Ásgeir Ísak Kristjánsson, Ásmundur Stefánsson, Davíð Örn Halldórsson, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Haraldur Jónsson, Hjörleifur Sigurðsson, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Kolbeinn Jón Magnússon, Lára Lilja Gunnarsdóttir, Nína Tryggvadóttir, Páll Haukur Björnsson, Sigurður Reynir Ármannsson, Steinunn Önnudóttir, Svavar Guðnason, Þorvaldur Skúlason, Anna Rún Tryggvadóttir, Þóra Sigurðardóttir

Alls munu 21 listamaður sýna á þessum fjórum sýningum sem verða opnaðar í Listasafni Íslands laugardaginn, 13.apríl kl 15:00

Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg hefur verið lokað frá því í lok febrúar vegna breytinga. Endurbæturnar eru langt komnar, breytingar hafa verið gerðar á sýningarsölum og nýtt listaverkstæði verður tekið í notkun á efri hæð hússins og brátt opnar kaffihúsið Kaktus á jarðhæð með tengingu við HallgargarðinnMargpóla eftir Önnu Rún Tryggvadóttir.

Á sýningunni beinir Anna Rún Tryggvadóttir sjónum að miklum en ósýnilegum kröftum jarðsegulmagnsins og hinu síflakkandi segulnorðri. Verkin á sýningunni eru hluti af stærri, yfirstandandi rannsókn hennar á jarðfræði og áhrifum efnislegra lögmála á umhverfið. Ljóðræn könnun Önnu Rúnar birtist í teikningum og skúlptúr sem leiðar til dýpri skilnings á mannhverfu sjónarhorni okkar á heiminn.Járn, hör, kol og kalk: Ný verk eftir Þóru Sigurðardóttur

Á sýningunni eru nýlegar teikningar, grafík og þrívíðir strúktúrar. Öll verkin vitna um vinnu Þóru með lóðréttar og láréttar línur sem útgangspunkt myndsköpunar um áratugaskeið. Línur, teiknuð form og hlutir eru staðsett innan þessara reglubundnu forma og mynda spennu þar sem hin beinstrikaða regla mætir náttúrulegri tilviljun. Við sjáum óvænt abstrakt.

Á sýningunni, eru teflt saman þremur hópum listamanna af ólíkum kynslóðum sem koma úr mismunandi áttum. Sýnd eru verk eftir hóp listamanna sem fram kom í kringum seinni heimsstyrjöld og unnu með hugmynda- og fagurfræði abstrakt myndlistar. Þá eru sýnd verk eftir fatlaða listamenn sem vinna beint og óheft á flötinn og eru í sterku samtali við sinn innri tilfinningaheim. Í þriðja lagi eru sýnd verk annarra samtímalistamanna sem hafa hlotið formlega menntun á sviði myndlistar og vinna á ólíkan hátt þar sem abstrakt myndgerð tengis vberkum þeirra á ýmis konar hátt. Sýningin er tilraun til að víkka út abstrakthugtakið og um leið tengja milli ólíkra heima sem hafa ekki skarast mikið fram að þessu.

Sumir listamanna hafa hingað til einkum sýnt verk sín undir merkjum Listar án landamæra en þeim er nú í fyrsta skipti boðið að sýna verk sín á Listasafni Íslands. Verk fatlaðra listamanna eru sett í samhengi við verk þekktari listamanna og við það öðlast áhorfandinn ferska sýn sem víkkar út tilfinningu hans fyrir hugtakinu abstrakt. Það er mikilvægt að listasöfn endurskoði sífellt hlutverk sitt og stöðu í samfélaginu og sýningin Við sjáum óvænt abstrakt er þáttur í þeirri endurskoðun.

Sýningin er unnin í samvinnu við List án landamæra og sýningarstjóri er myndlistamaðurinn og kennarinn Kristinn G. HarðarsonarBorealis (1993) eftir Steinu.

Verkið, sem er stórfengleg vídeó- og hljóðinnsetning sem var fyrst sýnd árið 1993, fyrir meira en þremur áratugum. Borealis þýðir „norðlægt“ en verkið er frá því tímabili þegar Steina fór að beina athyglinni út fyrir vinnustofuna og að náttúrunni. Vídeóin eru sýnd á gríðarlegum skala þar sem verkinu er varpað á fjóra fjögurra metra háa skjái svo að áhorfandinn hverfur inn í heim ólgandi mynda og margraddaðs hljóðs. Verkið er óður til náttúrunnar og frumkrafta hennar

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page