top of page

Fitore Alísdóttir Berisha: (Ó)geðshræring

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. nóvember 2024

Fitore Alísdóttir Berisha: (Ó)geðshræring

Myndlistasýningin (Ó)geðshræring sem Fitore Alísdóttir Berisha stendur fyrir opnar í Space Odissey við Bergstaðarstræti 4 nk. laugardag kl. 16.

„Þessi sýning er ákveðið uppgjör við óttann sem margir upplifa út af heimsástandinu en um leið óður til mennskunnar. Sjálf hef ég upplífað hörmulegt stríð í Kosóvó. Stríðið í Úkraínu og þjóðarmorðin á Gaza vekja erfiðar tilfinningar. Ísland er griðarstaðurinn minn og ég næ dýrmætri ró hérna,” segir Fitore sem flutti aftur til Íslands sl. sumar eftir sex ára dvöl erlendis. „Ótti minn og sorg koma fram í hverju verki sýningarinnar – tilfinningar sem framkallast í sameiginlegri baráttu mannkyns fyrir kærleika.”

Fígúratíf verk listakonunnar miðla tilfinningum sem óstöðugleiki tilverunnar skapar. Afmynduð form fígúranna endurspegla varnarleysi og örvæntingu. Upp úr sorginni sprettur þó vitnisburður um seiglu sem byggir á djúpstæðri sjálfsást og öryggiskennd. Fígururnar vernda ástvini sína og umvefja þá blíðu sem dregur fram tvíhyggjuna um viðkvæmni og styrk sem skýrir tilfinningalega tilvist okkar.

Fitore er þekkt listakona í Kosóvó þar sem hún hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga. Hún hefur á undanförnum árum jafnframt starfað í Ástralíu, Belgíu, Bretlandi, Serbíu og Tyrklandi. Fitore er meðal annars þekkt fyrir veggjalistaverk sem andmæla heimilisofbeldi og kvennamorðum. Nýjasta verk hennar í þeim efnum var unnið á Balkanskagahátíð i Brussel í fyrra.

Í viðhengi eru frekari upplýsingar um feril hennar og hugleiðingar listakonunnnar um Ísland og tengsl hennar við landið.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page