top of page

Finndu forngrip, leystu þraut og farðu í leiðsögn á Borgarsögusafni í vetrarfríinu!

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. febrúar 2023

Finndu forngrip, leystu þraut og farðu í leiðsögn á Borgarsögusafni í vetrarfríinu!

Það verður að venju fjölbreytt dagskrá í boði á Borgarsögusafni fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vetrarfríinu 23.-26. febrúar n.k. En þessa daga er frítt inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd barna.

Á Árbæjarsafni geta börnin leikið sér með leikföng frá fyrri tímum á sýningunni Komdu að leika! Eftir það geta þau farið í myndaþraut um sýninguna Neyzlan sem sýnir breytingar á neysluháttum Reykjavíkinga á 20. Öld. Athugið að safnið er opið alla daga frá kl. 13-17.

Í Aðalstræti 16 verður farið í leit að forngripum á Landnámssýningunni og síðan er farið út í leikinn Punktarnir í Kvosinni. Reykjavík … sagan heldur áfram er ný sýning í elsta húsi Kvosarinnar í Aðalstræti 10 sem er líka upplagt að skoða í vetrarfríinu.

Á Ljósmyndasafninu í Grófarhúsi verður farið í skemmtilegan leik um sýninguna Nálægð eftir Christopher Taylor. Börnin draga spil og leysa þrautina sem lögð er fyrir á spjaldinu.

Á Sjóminjasafninu úti á Granda verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um nýja sýningu safnsins sem heitir Við erum jörðin - við erum vatnið. Leiðsögnin er í boði 23. og 24. febrúar kl. 11. Þá er einnig í boði skemmtilegur fjölskylduleikur um grunnsýningu safnsins Fiskur og fólk og eru þrjú erfiðleikastig í boði allt eftir aldri og getu hvers barns. Þess má geta að á Sjóminjasafninu er skemmtilegt fjölskyldurými þar sem börn geta leikið sér frjálst og horft út á hafið.
Þá eru fjölskyldur hvattar til að hoppa um borð í ferjuna til Viðeyjar um helgina og njóta þess að ganga um fallega náttúru og strendur eyjarinnar fjarri allri bílaumferð.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page