Fatasóun og endurnýting textíls
fimmtudagur, 3. október 2024
Fatasóun og endurnýting textíls
Katrín María Káradóttir heldur erindi í Fríbúðinni Borgarbókasafnið Gerðubergi Miðvikudaginn 2. október kl. 17:30-19:00
Hvaða leiðir er hægt að fara til að endurnýta textíl og lengja líftíma hans í hringrásarkerfinu?
Katrín María Káradóttir, fatahönnuður og prófessor við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, veltir upp þessum spurningum í erindi sínu og spjalli við áheyrendur og kynnir þau verkefni sem hún hefur unnið að á þessu sviði, m.a. með nemendum sínum við Listaháskólann. Viðburðurinn fer fram í Fríbúðinni, sem opnaði nýverið í Borgarbókasafninu Gerðubergi, miðvikudaginn 2. október kl. 17:30 – 19:00.
Og svo er auðvitað tilvalið að grípa með sér hluti að heiman, sem eiga að rata í skilakassana eða í hillur Fríbúðarinnar!
Þetta er fyrsti viðburðurinn af mörgum sem verða haldnir undir merkjum Fríbúðarinnar. Næsti viðburður fer fram 23. október en þá mun listakonan og hönnuðurinn Ýrúrarí bjóða upp á opna smiðju í skapandi fataviðgerðum, með áherslu á prjónuð efni.