top of page

FAGURFERÐILEG SKYNJUN OG LÍKAMLEG HLUSTUN - ERINDI

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. maí 2025

FAGURFERÐILEG SKYNJUN OG LÍKAMLEG HLUSTUN - ERINDI

Heimspekilegt erindi um sköpunarferlið í boði Leirlistafélags Íslands, laugardaginn 24. maí kl. 14:00 - 15:00 í Handverk og Hönnun, Eiðistorgi (við hliðina á Vínbúðinni). Flytjandi er Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir umhverfisheimspekingur. Öllum opið og ókeypis aðgangur.

Í erindinu mun Guðbjörg R. Jóhannesdóttir fjalla um sambandið milli fagurfræði og fyrirbærafræði, eða nánar tiltekið sambandið á milli fagurferðilegrar skynjunar og fyrirbærafræðilegrar nálgunar/aðferðar og ræða hlutverk þeirra í líkamlegri (gagnrýnni og skapandi) hugsun.

Útgangspunkturinn er að fagurferðileg skynjun veitir okkur opnun inn í skynfinningu okkar fyrir umhverfi og aðstæðum sem við erum í hverju sinni og að aukin meðvitund um slíka skynjun sé mikilvæg fyrir alla hugsun og sköpun. Þessi líkamlega skynjun er einkar mikilvæg fyrir listafólk og getur gagnast þeim til að þróa nýjar hugmyndir og nálganir í list sinni.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page