top of page

FÍSL fyrirlestur - Guðmundur Ingólfsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. nóvember 2024

FÍSL fyrirlestur - Guðmundur Ingólfsson

English below

Fyrirlesari nóvembermánaðar á vegum FÍSL er Guðmundur Ingólfsson, sem er vel kunnur meðal ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi.

Það verður spennandi að fá að sjá með eigin augum vönduðu ljósmyndirnar hans og heyra hann segja frá.
Fyrirlesturinn verður 27.nóvember kl 19:30 í SÍM salnum í Hafnarstræti 16. Allir velkomnir.

Meðfram starfi sínu sem auglýsingaljósmyndari hefur Guðmundur fengist við að ljósmynda á eigin vegum, þá helst umhverfi, landslag, mannlíf og byggð. Oft á stórar filmur af mikilli nákvæmni. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar í myndum teknum í úthverfum,í Kvosinni - af sjoppum og af mannlífi sem sýna þróun byggðar.

Guðmundur er fæddur árið 1946. Hann lærði ljósmyndun í Folkwangschule für Gestaltung, hjá Otto Steinert í Essen í Þýskalandi á árunum 1968–1971. Þar þróuðu nemendur með sér myndsýn sem byggð var á hugmyndum um nýja hlutlægni í ljósmyndun. Að námi loknu fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og stofnaði þar í félagi við Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndastofuna Ímynd. Á stofunni þóttu sett ný viðmið í fagmennsku í auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun á Íslandi.


The guest lecturer for November, hosted by FÍSL, is Guðmundur Ingólfsson, a well-known figure among photographers of his generation in Iceland. It will be exciting to see his meticulously crafted photographs firsthand and hear him speak about his work.

The lecture will take place on November 27 at 7:30 p.m. in the SIM Hall on Hafnarstræti 16. All are welcome.

Alongside his work as a commercial photographer, Guðmundur has pursued personal photography projects, primarily focusing on landscapes, environmental scenes, human life, and urban development, often using large-format film with great precision. In Reykjavík, he has documented the changing face of the city, capturing images in the suburbs, the city center, as well as scenes of everyday life that reflect the city’s urban development.

Born in 1946, Guðmundur studied photography at the Folkwang School of Design under Otto Steinert in Essen, Germany, from 1968 to 1971. There, students developed a photographic vision based on the ideas of New Objectivity in photography. After completing his studies, Guðmundur returned to Reykjavík, where he co-founded the photography studio Ímynd with Sigurgeir Sigurjónsson. The studio was known for setting new standards of professionalism in advertising and industrial photography in Iceland

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page