top of page

EYGLÓ HARÐARDÓTTIR | ÞÚ ÁTT LEIK

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. nóvember 2023

EYGLÓ HARÐARDÓTTIR | ÞÚ ÁTT LEIK

Eygló Harðardóttir tekur yfir öll sýningarrými Ásmundarsalar með sýningunni „Þú átt leik“ dagana 21. október - 19. nóvember. Á sýningunni eru abstraktverk ásamt samnefndu bókverki sem gefið er út í samstarfi við Prent & vini miðvikudaginn 8. nóvember kl.17. Verk sýningarinnar eru máluð og unnin úr handgerðum pappír, kopar, ull og lituðu gleri. Þau eru unnin sem marglaga, lifandi rannsókn - þar sem ferli og umbreyting hafa fengið að dvelja í og með efninu, og þannig hleypt hvoru öðru af stað – í ferlinu, sem má líkja við umbreytingarás.

Samnefnt bókverk „Þú átt leik“ er til sýnis í Gunnfríðargryfju og má rekja upphaf þess til Varanasi þar sem Eygló sótti listamannadvöl árið 2019–2020. Kjarni bókverksins eru lagskiptir indverskir pappírsstaflar, bundnir saman, unnir úr aðfengnum handunnum pappír, mislitum þráðum og sögulegum litarefnum fengnum í Varanasi. Saman við indverskan efniviðinn hefur sandpappír, flauelspappír, olíu og þurrpastel litum verið bætt við eftir tveggja ára úrvinnslu í Reykjavík. „Þú átt leik“ er stefnumót tveggja gjörólíkra staða í tveimur heimsálfum sem saman mynda margskipt og marglaga bókverk, þar sem tími og efni eiga í samtali og umbreytingarferlið á leik.

Eygló Harðardóttir er fædd í Reykjavík 1964. Á ferlinum hefur hún haldið fjölda sýninga og hlaut hún Íslensku myndlistarverðlaunin 2019 fyrir einkasýninguna „Annað rými” sem haldin var í Nýlistasafninu 2018. Eygló vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstraktskúlptúra, bókverk og verk í almenningsrými. Sköpunarferlið einkennist af rannsóknum og könnun á aðstæðum og efni, þar sem möguleikar og takmarkanir eru kortlagðar og auðkenni þess rannsökuð. Eftir standa verk sem eru afsprengi ferlis þar sem efnið hefur ráðið för. Hún hefur einnig unnið í samstarfi við tónskáld og í ýmsa miðla. Verk hennar eru varðveitt í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Ríkisútvarpinu, WSW NY, Kultuurikauppila í Finnlandi og The Metropolitan Museum NY. Sýningin og útgáfan er styrkt af Myndlistarsjóði.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page