Eygló Harðardóttir: TILGÁTUR

fimmtudagur, 9. október 2025
Eygló Harðardóttir: TILGÁTUR
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningar Eyglóar Harðardóttur, TILGÁTUR,
í Svavarssafni, föstudaginn 10. október klukkan 17:00.
Verk Eyglóar á sýningunni eru ný og nýleg og hefur hún valið nokkrar af lítt
sýndum teikningum Svavars Guðnasonar, listamanns frá Höfn, úr safneign
Svavarssafns, sem hún fléttar inn á milli sinna eigin verka. Listaverk þeirra
beggja kallast þannig á og eiga í innra samtali sín á milli.
Eygló verður viðstödd sýningaropnunina og mun segja frá verkum sínum og
listsköpun, svo og tengingum við verk Svavars.
Vídeósamtal safnstjóra við Eygló verður sett inn á youtube-rás Svavarssafns
skömmu eftir sýningaropnunina og hlekkur settur á vefinn.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Öll eru velkomin.
Sýningin verður opin til 9. janúar 2026.
Eygló Harðardóttir er fædd árið 1964 í Reykjavík og hefur í áratugi verið virkur þátttakandi í
íslensku myndlistarlífi.
Listaverk hennar hafa verið sýnd á fjölda einkasýninga og samsýninga í helstu söfnum á Íslandi
og víða erlendis og hlaut hún Íslensku myndlistarverðlaunin 2019 fyrir einkasýninguna „Annað
rými“, sem haldin var í Nýlistasafninu í Reykjavík árið 2018.
Verk Eyglóar spanna tvívíða og þrívíða miðla, teikningar, skúlptúra, bókverk og innsetningar.
Á sýningunni TILGÁTUR sýnir Eygló ný og nýleg verk og í vali sínu á verkum Svavars
Guðnasonar tekur hún mið af einstakri listsköpun hans, ekki síst í kraftinum sem orkar frá verkum
hans, vinnuháttum, sýn hans á og afstöðu til hlutverks listarinnar sem hreyfiafls.
Tengsl listsköpunar Svavars og Eyglóar má merkja í þekkingarleit og virðingu beggja fyrir því að
gefa gaum fínlegum þáttum í umhverfinu og þráðum fortíðar sem gjarnan liggja sem
burðarþræðir í menningarlegum vefnaði samfélaga á öllum tímum, á mætti lita og forma,
tengingu jarðar við tungl, samhverfum og andhverfum, jafnvægisskyni og prisma, og magísku
aðdráttarafli jarðarinnar og jarðefna, sem gefa af sér blessaða litina og tíðnisvið sem tengjast og
hlaða allar lífverur orku.
Verk Eyglóar eiga sér gjarnan grunn í fornum fræðum og viskuöflun aldanna, sem þróast hafa
með fornum samfélögum, svo sem á Indlandi og um jörðina alla. Aðferðafræði hennar byggir á
opnu samtali við efni og uppruna þeirra, staðbundna, táknfræðilega og sögulega. Verkin sem til
verða spretta af könnunarferli Eyglóar til langs tíma, þar sem efniviðurinn mótar framvindu og
myndræna útkomu.
Eygló lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1983–1987) og Akademie voor Beeldende
Kunst en Industrie, í Enschede, Hollandi (1987–1990), en auk þess hefur hún lokið
Meistaragráðu í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands (2014).
Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur,
Nýlistasafninu og á fjölmörgum sýningum erlendis. Auk þess að eiga listaverk í söfnum á Íslandi,
þá á hún verk í safneign The Metropolitan Museum í New York.
Samhliða listsköpun, sem hún hefur hlotið starfslaun, styrki og viðurkenningar fyrir, hefur Eygló
sinnt kennslu frá árinu 2000, bæði í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum í Reykjavík.
https://eyglohardardottir.net
Sýningin er studd af:
Safnaráði
Myndlistarsjóði
Opnunartímar Svavarssafns:
16. sept.–31. okt.: Mán-fös: kl.09:00 - 17:00
1. nóv.–9. jan.: Mán-fös: kl.09:00 - 15:00
Og eftir samkomulagi
https://mmh.hornafjordur.is/listasafn
listasafn@hornafjordur.is
//
English
EYGLÓ HARÐARDÓTTIR
TILGÁTUR / EXPLORATION
You are cordially invited to the opening of Eygló Harðardóttir’s exhibition,
Tilgátur / Exploration at Svavarssafn Art Museum in Höfn, Hornafjörður in
Iceland, on Friday, 10th October at 5:00 PM.
Eygló Harðardóttir is among the most celebrated contemporary artists from
Iceland. Her works in the exhibition are created recently, up to the present day.
Eygló has thoughtfully incorporated a selection of rarely exhibited drawings
by one of the most esteemed artists from Iceland, Svavar Guðnason, who was
born in Höfn, Hornafjörður in 1909. The works belong to the collection of
Svavarssafn Art Museum in Höfn, an art museum dedicated to artist Svavar
Guðnason and his peers from the region.
Eygló Harðardóttir will be present at the opening and will talk briefly about her
work, her practice, and her relationship to Svavar’s oeuvre.
A video conversation between Eygló and museum director, Birta
Guðjónsdóttir, will be published on Svavarssafn’s YouTube channel shortly
after the opening, and a link will be made available on the website.
The exhibition will be on view through January 9th, 2026.
Eygló Harðardóttir was born in 1964 in Reykjavík and has for long been active and much
celebrated in the Icelandic visual art scene. Her works have been shown in numerous solo- and
group exhibitions in major museums in Iceland and internationally.
Eygló was awarded the Icelandic Art Prize in 2019 for her solo show “Annað rými”, at The Living
Art Museum (Nýlistasafnið) in Reykjavík, Iceland, in 2018.
Eygló’s work spans two‑ and three‑dimensional media — drawings, sculpture, artist books and
installations.
In the exhibition Tilgátur / Exploration at Svavarssafn, Eygló presents new and recent works. In
her selection of works by Svavar Guðnason, she identifies numerous resonances with her own
practice — particularly in the intensity emanating from his works, his methods, his artistic vision,
and his understanding of art’s role as an active, generative force.
The crossovers between Svavar’s and Eygló’s practices can be sensed in shared pursuit of
knowledge and reverence for elements in the immediate environment and threads of the past
that form a strong basis for the immensely vibrant social fabric, across time.
The affinities between Svavar’s and Eygló’s practices may be observed in their shared quest for
knowledge and respect for subtle elements in the environment and historical threads that serve
as structural strands in the social fabric. These are evident in considerations of colour and form,
the relation of earth to moon, symmetrical and oppositional principles, a sense of balance, prism,
and the magnetic pull of earth and minerals, which yield pigments and frequency spectra that
resonate with all living organisms.
Eygló’s works draw on ancient teachings and the accumulated wisdom of civilisations from India
and around the world. Her methodology is grounded in an open dialogue with materials and their
origins—local, symbolic, and historical. The works that emerge arise from Eygló’s long-term
process of inquiry, in which the material itself shapes the trajectory and visual outcome.
Eygló studied at the Icelandic College of Arts and Crafts (1983–1987) and the Akademie voor
Beeldende Kunst en Industrie, in Enschede, Netherlands (1987–1990). She also holds a
Master’s degree in Art Pedagogy from the Iceland University of the Arts (2014).
Her works have been shown in the National Gallery of Iceland, Reykjavík Art Museum, the
Museum of Contemporary Art, and numerous international exhibitions. In addition to Icelandic
museum collections, her work is included in the collection of The Metropolitan Museum, New
York.
Alongside her artistic practice — for which she has received stipends, grants, and honours —
Eygló has taught since 2000 at the Iceland University of the Arts and the Reykjavík School of
Visual Art.
https://eyglohardardottir.net
The exhibition is supported by:
The Museum Council of Iceland
Icelandic Visual Arts Fund
Opening hours:
16th Sept - 31st Oct: Mon-Fri: 9 - 5 pm
1st Nov - 9th Jan: Mon-Fri: 9 - 3 pm
And by appointment
https://mmh.hornafjordur.is/listasafn
listasafn@hornafjordur.is


