top of page

Eva Jenný Þorsteinsdóttir - Leyfðu þér að finna

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. nóvember 2024

Eva Jenný Þorsteinsdóttir - Leyfðu þér að finna

Þegar óvænt veikindi banka skyndilega upp á og draga mann niður á jörðina upplifir manneskjan allskonar tilfinningar. Stundum meðvitaðar, stundum ómeðvitaðar og stundum löngu seinna. Myndirnar tákna tilfinningalegt bataferli eftir veikindi og á meðan veikindum stóðu. Allt frá því að vera hugrökk og buguð, upplifa óvissu og biðina. Margar tilfinningar fram og tilbaka.

Eva Jenný Þorsteinsdóttir (1991) er með Bsc í sálfræði og hefur verið að vinna innan velferðarþjónustu í mörg ár.
Hún hefur alltaf haft áhuga á að teikna en aldrei gefið því raunverulegt rými fyrr en hún sóttist í það óvænt eftir aðgerð sem hún fór í haustið 2023.

Hún stoppaði alltaf á fullkomnunaráráttunni svo þegar hún byrjaði að teikna eftir aðgerðina notaðist hún einungis við penna til að sigrast á fullkomnunaráráttunni og vera meðvitað í flæði með hverja mynd. Verkin eru gerð frá haustinu 2023.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 28. nóvember frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 29. nóvember 15:00 - 20:00
Laugardagur 30. nóvember 13:00 - 18:00
Sunnudagur 01. desember 13:00 - 18:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page