top of page

Ethoríó Galleríó // Ethoríó Eyjólfsson 11.-14. maí 2023

508A4884.JPG

miðvikudagur, 10. maí 2023

Ethoríó Galleríó // Ethoríó Eyjólfsson 11.-14. maí 2023

Sýningin „Ethoríó Galleríó“ inniheldur málverk og teikningar í blöndu af Pop-list og Kúbisma. Það er einblínt á fígúratív, íslensk einkenni og menningu, og með húmorinn sem nálgun tekur Ethoríó á ádeilum sem flestir geta tengt sig við. Innblásturinn er sprottinn frá hinum íslenska almenningi og persónulegri reynslu hans af lífinu.

Ethoríó hóf BA nám í myndlist við LHÍ árið 2014 en lauk einu ári þar. Árið 2017 flutti hann til Bretlands þar sem hann hóf nám við Arts University Bournemouth og útskrifaðist þaðan árið 2020 með BA gráðu í myndlist (BA degree in Fine Arts).

Síðan þá hefur hann haldið námskeið og einnig kennt ungum krökkum á höfuðborgarsvæðinu í myndlist. Hann hefur verið virkur listamaður í nær 15 ár. Næstu skref hjá listamanninum er að fara til Svíþjóðar í MA nám í Stokkhólmi.

Ethoríó tekur vel á móti gestum og sérstök sýningaropnun verður 11. maí frá kl: 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir.

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page