ERLINGUR PÁLL INGVARSSON: SPEGLAR/RALGEPS - Mirrors/Srorrim

fimmtudagur, 9. október 2025
ERLINGUR PÁLL INGVARSSON: SPEGLAR/RALGEPS - Mirrors/Srorrim
Myndlistarsýning Erlings Páls Ingvarssonar opnaði laugardaginn 4. október. Sýningin er sölusýning og stendur til 23.október.
Sýningin er opin á opnunartímum Hannesarholts, miðvikudaga – laugardaga kl.11.30-16.
Myndir sjá allt. Myndirnar lesa í huga þinn og birta það sem þær sjá.
Erlingur Páll Ingvarsson (1952) er starfandi listamaður í Reykjavík. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1974-1978. Eftir það fór hann í framhaldsnám til Hollands í De Vrije Academie Den Haag með búsetu í Amsterdam og síðan til Þýskalands í Den Stadtliche Kunstacademie, Düsseldorf. Erlingur Páll á að baki 10 einkasýningar og nokkrar samsýningar.
Listformið hefur spannað vítt svið: skúlptúr, innsetningar, gjörninga, ljósmyndir og texta, en hann hefur nú um skeið notað málverk sem sinn helsta miðil.


