top of page

Endurlit - Sýning á verkum Kristjáns Helga Magnússonar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. maí 2025

Endurlit - Sýning á verkum Kristjáns Helga Magnússonar

Listasafn Íslands kynnir sýninguna Endurlit. Opnun 23.5.2025 kl. 17.

Með sýningunni beinir Listasafn Íslands sjónum að verkum listmálarans Kristjáns Helga Magnússonar (1903–1937) sem lést aðeins 34 ára að aldri, eftir stuttan en áhugaverðan feril. Málverk Kristjáns Helga vöktu athygli bæði hér á landi og erlendis og hélt hann meðal annars sýningar í stórborgum austan hafs og vestan, þar sem hann hlaut lofsamlega dóma. Á Íslandi hlutu verk hans hins vegar blendnar viðtökur og í dag eru þau fáum kunn og nafn hans heyrist sjaldan í umræðunni um íslenska myndlist. Engu að síður er framlag hans til listasögunnar tölu vert að vöxtum og áhugavert fyrir margra hluta sakir.

Kristján Helgi Magnússon fæddist á Ísafirði en fluttist aðeins 16 ára gamall til Bandaríkjanna, þar sem hann lagði stund á listnám. Auk myndlistar lærði Kristján meðal annars hagnýta grafíklist sem nýttist honum síðar við vinnu fyrir Eimskipafélag Íslands, meðal annars við gerð veggspjalda, dagatala og ýmiss konar kynningarefnis í anda art deco. Valin veggspjöld eftir Kristján verða einnig til sýnis á sýningunni í Listasafni Íslands.

Samhliða sýningunni kemur út yfirgripsmikil bók um ævi og verk Kristjáns H. Magnússonar í ritstjórn Einars Fals Ingólfssonar, en auk hans rita Guðmundur Oddur Magnússon og Dagný Heiðdal greinar í bókina. Ættingjar Klöru Helgadóttur eiginkonu Kristjáns og afkomendur þeirra hjóna standa að útgáfunni, með framlagi frá Listasafni Íslands.

Sýningarstjóri Endurlits: Dagný Heiðdal.
Sýningarstjóri Veggspjaldanna: Guðmundur Oddur Magnússon.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page