top of page

Endimörk alheimsins: Náttúra og líf við ysta haf

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. maí 2025

Endimörk alheimsins: Náttúra og líf við ysta haf

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á spennandi námskeið á Melrakkasléttu í samvinnu við Rannsóknarstöðina Rif og Heimsenda, menningarfélag Óskarsbragga á Raufarhöfn, með tilstyrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra núna í sumar. Námskeiðið verður haldið vikuna 11. til 15. ágúst en þetta er í fjórða sinn sem námskeiðið er haldið, með örlítið breyttu sniði hverju sinni.

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri en markmiðið er að kynna myndlist sem verkfæri til rannsóknar og skoðunar. Viðfangsefnið verður hin harðbýla og töfrandi náttúra svæðisins. Þátttakendur fá einnig innsýn í menningu, sögu og samfélag sem enn blómstrar á þessu hrjóstruga en hlunnindaríka svæði.

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið er á heimasíðu skólans: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/2025s-3mynd2ea00.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page