top of page
Elín Elísabet Einarsdóttir: Sýningar á Langanesi og Borgarfirði eystri

fimmtudagur, 24. júlí 2025
Elín Elísabet Einarsdóttir: Sýningar á Langanesi og Borgarfirði eystri
"Sækja heim" í Glettu, Borgarfirði eystri, listamannsreknu rými sem Andri Björgvinsson heldur utan um og fékk nýlega hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar. Sýningin er sú þriðja í Glettu á þremur árum þar sem ég sýni verk sem ég mála á staðnum í aðdraganda opnunar. Opin frá 12. júlí til 7. ágúst.
"Verk úr hendi" í Sauðaneshúsi á Langanesi, þar sem Auður Lóa Gunnhildar Guðnadóttir og Starkaður Sigurðsson halda utan um sýningar. M.a. verk unnin á Langanesi. Opin frá 20. júlí - 15. ágúst.
Þetta eru hvort tveggja einkasýningar þar sem ég sýni staðbundin olíumálverk sem eru máluð utandyra og innihalda ljóðbrot.
Meira má sjá á www.elinelisabet.com
bottom of page


