top of page
Elín Edda Árnadóttir: Tímamót í Safnahúsinu á Húsavík
fimmtudagur, 5. október 2023
Elín Edda Árnadóttir: Tímamót í Safnahúsinu á Húsavík
Listakonan Elín Edda Árnadóttir opnar sýningu í Safnahúsinu á laugardaginn kemur. Faglega unnin kolaverk, þar sem hvalskíði eru í fyrirrúmi, munu prýða Myndlistarsalinn á 3. hæð.
Fyrir unnendur einstakrar hönnunar verða hinsvegar mögnuðu töskurnar hennar BÚKOLLA eða MOO til sýnis í anddyri safnsins. Um er að ræða alveg einstaka endurnýtingu, en Elín Edda vinnur þær úr sútuðum kýrjúgrum – sjón er sögu ríkari!
Sýningaropnun Í Safnahúsinu laugardaginn 7. október kl 14. Léttar veitingar í boði.
bottom of page