top of page

EINU SINNI VAR Ljósmyndasýning Fókus, félags áhugaljósmyndara

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. mars 2024

EINU SINNI VAR Ljósmyndasýning Fókus, félags áhugaljósmyndara

Vorsýning Fókus - félags áhugaljósmyndara var opnuð með pomp og prakt laugardaginn 2. mars s.l. Hún hverfist um ferðalag um slóðir þar sem „mörkin á milli myndrænnar framsetningar og tímalausra minninga eru óljós“ eins og segir í sýningarskrá. „Myndirnar geyma fjölda sagna sem hver og ein kallar fram einstakt sjónarhorn á liðna tíð og sameiginlegan reynsluheim fólks.“

„Gamlar húsarústir og raddir fortíðar minna okkur á hversu vanmáttug við erum gagnvart tímanum sem æðir áfram“, segir ennfremur, „hver mynd endurspeglar ólíkan þátt mannkyns, en saman kalla þær fram vangaveltur um tengslin á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar.“

39 félagar í Fókus sýna hér nýlegar ljósmyndir af ýmsum toga, svarthvítar myndir og litmyndir af fólki, náttúru, mannvirkjum, farartækjum og mörgu fleira sem rúmast innan þessa þema. Fókus hefur starfað í 25 ár og hefur staðið fyrir reglulegum viðburðum fyrir áhugafólk um ljósmyndun. Á síðasta starfsári voru haldnir rúmlega 30 viðburðir af ýmsu tagi; fyrirlestrar, vinnufundir, dagsferðir, kvöldrölt og lengri ferðir, þar sem myndavélarnar voru að sjálfsögðu með í för. Sýningarstjórarnir í ár, Yael BC og Lea Amiel, eru ljósmyndarar og kvikmyndagerðarkonur og eru báðar búsettar á Íslandi.

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim 10:00-18:00, fös 11:00-18:00 og lau 11:00-16:00.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page