top of page

Einkasýningar Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur og Vilhjálms Yngva Hjálmarssonar í Kling & Bang

508A4884.JPG

föstudagur, 8. desember 2023

Einkasýningar Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur og Vilhjálms Yngva Hjálmarssonar í Kling & Bang

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun tveggja einkasýninga í Kling & Bang laugardaginn 9. des kl.16.00. Frá hugmynd að aftöku með nýjum verkum Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur og Snúningshraði með verkum Vilhjálms Yngva Hjálmarssonar.

Á sýningunni „Frá hugmynd að aftöku“ sýnir Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir ný verk sem hún byggir á myndrænu og táknrænu tungumáli.

Í verkum sýningarinnar leiðir listamaðurinn saman áþekkjanlegar línur og form, auk einfaldra myndlíkinga sem saman draga fram merkingu og samhengi á milli málverka, skúlptúrs, ljósmynda og myndbandsverka.

Í þróun verka sinna gengur Jóhanna út frá upphafspunkti þar sem hún skoðar samhengi hugmynda og þýðingu þeirra í hverju verki fyrir sig, en leyfir þeim svo að brotna, eða hlaðast upp, í ólíka möguleika túlkunnar í heildar-innsetningu sýningarinnar. Mótast þannig tungumál sýningarinnar útfrá upplifun, hreyfingu og túlkun áhorfandans.

Jóhanna er að mestu búsett í Antwerpen Belgíu, þar sem hún lauk meistara gráðu frá KASK & Conservatorium, 2013 auk póstgratuate námi frá HISK árið 2015 og starfar hún nú sem gestaprófersor við insetninga og málaradeild KASK & Conservatorium, Gent, Belgíum. Hefur Jóhanna sýnt verk sín viðsvegar og má þar nefna, KUNSTHALLE São Paulo. São Paulo, Brazil, S.M.A.K. Gent. Belgium, Andersen's Contemporary. Copenhagen, Hafnaborg. Hafnafjörður. Iceland, Ornis A. Gallery, Amsterdam, Netherlands, De Warande. Turnhout, Belgium og Kling & Bang, Reykjavík.

Á sýningunni „Snúningshraði“ leggur Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

megináherslu á eigin sköpunarferli sem einkennist að miklu leyti af tilraunamennsku. Hugmyndir þurfa sinn tíma og rými til að blómstra, því kýs Vilhjálmur að festa sig ekki við einn ákveðin miðil. En sjálf verkin verða til útfrá ýmsum kveikjum; einhverju eftirtektarverðu í göngutúr, eða samræðu. Kveikjurnar spretta út frá forvitni og áhuga Vilhjálms fyrir umhverfi sínu, fyrir einhverju sem hann skilur ekki alveg sjálfur eða vill skilja betur.

Vilhjálmur útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Hann er meðstofnandi listasamlagsins post-dreifing og er í hljómsveitunum Korter í flog og Glupsk. Vilhjálmur sýndi nýlega verk í London á samsýningunni 'Nothing Pure' í IMT gallery. Snúningshraði er fyrsta einkasýning Vilhjálms.

Opnun á sýningunum er laugardaginn 9.desember frá kl.16 - 19. Sýningin stendur til 4.febrúar 2024 og er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl.12-18.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page