top of page

Einkasýning Rúnars Gunnarssonar ljósmyndara á Korpúlfsstöðum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 3. október 2024

Einkasýning Rúnars Gunnarssonar ljósmyndara á Korpúlfsstöðum

Rúnar Gunnarsson, heiðurslistamaður FÍSL - Félags íslenskra samtímaljósmyndara, heldur einkasýningu á Fjósinu, kaffihúsi Korpúlfsstaða.

Rúnar sýnir verkið „Hvað ég vildi sagt hafa“ sem samanstendur af sex stórum myndum og það sem tengir þær saman er sýn hans á þann menningarheim sem sjónum er beint að. Tengingin verður ljós við það að gaumgæfa verkin.

„Mannlífið í öllum sínum fjölbreytileika á hug minn allan. Ekkert er áhugaverðara en fólk, sérstaklega fólk á mörkum hins venjulega,“ segir Rúnar um ljósmyndir sínar.

Sýningin er opin á almennum opnunartímum TORG Listamessu í Reykjavík sem haldin verður í sjötta sinn dagana 4.–13. október 2024 á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum. Listamessan er einn stærsti sýningar- og söluvettvangur myndlistar á Íslandi í dag. Sýningarstjóri er Paulina Kuhn. TORG er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna með stuðningi frá Reykjavíkurborg.

Um Rúnar Gunnarsson:

Rúnar (f.1944) lærði ljósmyndun í Stúdíói Guðmundar í Reykjavík og við Brooks Institute of Photography. Þá nam hann kvikmyndagerð við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi.

Rúnar hefur komið víða við á ferli sínum en hann starfaði sem blaðaljósmyndari við Alþýðublaðið og vikublaðið Fálkann. Þá starfaði hann í fimmtíu ár hjá Sjónvarpinu meðal annars sem kvikmyndatökumaður og dagskrárstjóri.

Rúnar hefur í gegnum árin haldið fjölda einka- og samsýningar á verkum sínum.

Opnunarviðburður TORG Listamessu:
Föstudagur 4. Október 17-19

Aðrir opnunartímar:
Laugardagur 5. október 12-16
Sunnudagur 6. október 12-16
Laugardagur 12. október 12-16
Sunnudagur 13. október 12-16

Nánar á www.sim.is/torg-listamessa

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page