Einkasýning Halldórs Sturlusonar í La boutique
fimmtudagur, 3. október 2024
Einkasýning Halldórs Sturlusonar í La boutique
Halldór Sturlusonar sýnir í versluninni La boutique design við Mýrargötu 18, 101 Reykjavík.
Sýningin hefur verið framlengd til 19. október næstkomandi.
Halldór Sturluson er fæddur árið 1982 í Reykjavík. Hann lauk fornámi frá Myndlistarskóla Reykjavíkur og BA gráðu frá NABA, Nuova Accademia di Belle Arti í Mílanó.
Verkin á sýningunni eru litastúdíur þar sem pappír er útgangspunkturinn. Þegar horft er á myndflötinn sjáum við þverskurð litaðra pappírsrenninga sem raðað hefur verið saman í ólíkum litasamsetningum. Með því að raða pappírnum upp á þennan hátt renna ólíkir litir hans saman og mynda nýja liti, líkt og þegar málning er blönduð, og verður áferðin allt að því flauelskennd.
Verkin vísa í jarðlög sem hlaðast upp á ólíkum tímabilum, rétt eins og æviskeið manneskju sem tekur stöðugum breytingum. Hvert tímabil hefur að geyma marglaga litbrigði, þar sem litir tóna saman á pressuðum fletinum og renna að lokum saman í eina heild.