Einkasýning Auðunn Kvaran I’d Rather be Somewhere Nice

fimmtudagur, 3. apríl 2025
Einkasýning Auðunn Kvaran I’d Rather be Somewhere Nice
Auðunn Kvaran "I’d Rather be Somewhere Nice" einkasýning í gallerí Fyribæri, Ægisgötu 7, 101 RVK opnar laugardaginn 5 apríl kl. 16:00.
Í sögulegu samhengi hafa hafstraumar og iðustraumar leiðbeint sjófarendum í ferðum þeirra – að vita að ríkjandi straumar skipti sköpum fyrir siglingar. Sterkir hafstraumar og iðustraumar fluttu skip af leið og olli tilviljanakenndum uppgötvunum og fólksflutningum. Frumstæðar siglingaraðferðir þvinguðu sjófarendur til að stóla á hagstæð skilyrði. Kjölfestuvatn og ásætur flytja lífverur í nýtt umhverfi og trufla vistkerfi.
Náttúrulegt flæði umhverfisins okkar rannsakar hvernig kraftar líkt og vatnið og tíminn móta bæði hluti í umhverfi okkar og skilning okkar á rými. Hið stöðuga umbreytingarferli þar sem þolmörk hins náttúrulega og manngerða skarast á og hið kunnuglega er sífellt hverfult.
Íhugaðu hverfulu straumana sem móta umhverfið okkar og hvetja til rýnis á hinu síbreytilega
sambandi á milli okkar og heimsins sem við búum í.
Auðunn Kvaran (1995) er íslenskur myndlistarmaður og sýningarstjóri. Hann lauk BA-prófi við Listaháskóla Íslands árið 2020. Frá árinu 2021 hefur hann verið búsettur í Aþenu þar sem hann stofnaði og stýrir nú listamannarekna rýminu Living Room.
Verk Auðunns byggjast á rannsókn á hinu hverfula samspili einstaklinga og umhverfis þeirra. Í stað þess að setja fram fastmótaðar frásagnir skapar Auðunn rými fyrir áhorfendur til að líta inn á við og kanna sitt eigið samband við umhverfi sitt.r sem hann stofnaði og stýrir nú listamannareknu galleríinu Living Room.