Einhversstaðar–annarsstaðar

fimmtudagur, 17. október 2024
Einhversstaðar–annarsstaðar
Samsýning þýsk íslensku myndlistarkvennanna Ingu S. Ragnarsdóttur og Reinhild Patzelt, opnar á Mokka 17. október.
Inga og Reinhild lærðu saman í Reykjavík á áttunda áratugnum og héldu síðan sambandi og skiptust á listrænum hugmyndum. Þrátt fyrir fjarlægðina héldu þær vinskap sínum. Við hlökkum til að sýna saman á Mokka og höfum valið lítil verk sem virðast einföld, en skapa andstæður í lit og formi. Þau tengjast minningum og erum innblásin af umhverfi okkar á Íslandi og í Þýskalandi
Inga S. Ragnarsdóttir:
Verkin eru litlir skúlptúrar, nokkurskona skuggamyndir, kannski horfins tíma eða bara þess sem er í kringum okkur á hverjum degi. Raunsæ mynd af hinu venjulega, tilraun til að rifja upp litlu minningarnar, eða gera hinum einfalda hversdagsleika skil. Verkin eru steypt í stúkkó.
Inga Sigríður Ragnarsdóttir nam við Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1973-1977 og var seinna við diplómanám í Akademíunni í München sem hún lauk 1987. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og í Þýskalandi og unnið verk í almannarými bæði hér á landi og erlendis. Verk hennar er að finna í nokkrum söfnum bæði hér á landi, í Þýskalandi og Svíþjóð. Inga starfar bæði í Þýskalndi og á Íslandi.
Reinhild Patzelt:
Fyrir þessa sýningu hef ég valið röð af litlum vatnslitamyndum. Í þessum verkum er aðalmarkmið mitt að skapa andrúmsloft ljóss og léttleika annars vegar í snöggum, skissu fengnu látbragði með táknrænum litum á óunnum hvítum bakgrunni. En hins vegar veitir hver lína heildinni stuðning með eigin þunga.
Reinhild Patzelt var í Myndlista Handíðaskóla Íslands frá 1971 – 1976, í grafík-, og málaradeild og 1976 – 1980 við Braunschweig-Listaháskólann, í grafík-, og málaradeild. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar og verið með fjölbreytt myndlistarverkefni víða: Málverk, teikningar, objekta, staðbundnar innsetningar og gjörninga. t.d. í Hamborg, Bremen, Bonn, Detmold, Bielefeld, Erfurt, Paderborn, Herford, Bad Salzuflen, Halle, Ísland, Perú, Ítalía, England, Lettland og Skotlandi.