top of page
Eiðistorg: Bráðum kemur betri tíð... - Handverk og hönnun
föstudagur, 1. apríl 2022
Eiðistorg: Bráðum kemur betri tíð... - Handverk og hönnun
Á morgun kl. 15 opnar sýningin „Bráðum kemur betri tíð…“ hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi.
Á sýningunni eru verk 37 framúrskarandi listhandverksmanna og hönnuða. Öll verkin eiga gula litinn sameiginlegan en auglýst var eftir verkum sem minna á sól, vor og bjartari tíma. Verkin á sýningunni eru afar fjölbreytt og úr margvíslegu hráefni.
Flest verkin á sýningunni eru til sölu og hafa nokkrir listamenn ákveðið að láta söluandvirði sinna verka renna til hjálparstarfs í Úkraínu.
Sýningin stendur til 6. maí og er opin alla virka daga kl. 9-16.
bottom of page