top of page

Egill Logi Jónasson: Margbrotið hjarta

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. ágúst 2024

Egill Logi Jónasson: Margbrotið hjarta

Verið velkomin á opnun sýningar Egils Loga Jónassonar, Margbrotið hjarta, næstkomandi laugardag kl 16:00 í Portfolio Gallerí, Hverfisgötu 71.

,,Margbrotið hjarta er ekki FM hjarta. Nei. Það er alvöru hjarta. Og það að vera alvöru er ekki það sama og að taka sjálfan sig voða alvarlega og eitthvað blabla. Nei. Húmor er ekki FM. Nema það sé FM húmor. En það er ekki húmor. Það er bara eitthvað ömurlegt kjaftæði."

Egill Logi Jónasson útskrifaðist með diplóma úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2012 og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu árið 2016. Hann nýtir sér fjölbreytta miðla í listsköpun sinni svo sem málverk og tónlist. Egill Logi er einnig þekktur sem hliðarsjálfið „Drengurinn fengurinn”.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page