top of page

Dvöl í gestaíbúð á Skriðuklaustri árið 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. júní 2023

Dvöl í gestaíbúð á Skriðuklaustri árið 2024

Gunnarsstofnun auglýsir eftir umsóknum um dvöl í Klaustrinu árið 2024. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023

KLAUSTRIÐ er dvalarstaður fyrir innlenda og erlenda lista- og fræðimenn, rithöfunda, þýðendur og tónskáld. Dvalargestir fá til endurgjaldslausra afnota litla íbúð í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri um 3-6 vikna skeið til að vinna að fyrirfram ákveðnum verkefnum. Samkvæmt reglum um úthlutun skulu verkefni er varða Gunnar Gunnarsson, Austurland eða austfirsk fræði njóta forgangs.

Sækja skal um dvöl í Klaustrinu á þar til gerðu eyðublaði og senda það í pósti eða tölvupósti til Gunnarsstofnunar. Í umsókn þarf að koma fram auk almennra upplýsinga um umsækjanda, að hverju viðkomandi hyggst vinna og hvaða tímabil sé heppilegast.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og umsóknareyðublað á vefslóðinni www.skriduklaustur.is

Senda skal fyrirspurnir eða umsóknir á Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri, 701 Egilsstaðir eða á netfangið klaustur@skriduklaustur.is.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page