top of page

Draumsýn í Listhús Ófeigs

508A4884.JPG

miðvikudagur, 24. apríl 2024

Draumsýn í Listhús Ófeigs

Laugardaginn 20. apríl kl. 14 opnar Sigurdís Gunnarsdóttir sýningu sína á nýjum olíumálverkum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5.

Olíumálverk Sigurdísar opna veröld draumkennds landslags þar sem ljós og skuggar móta sýn þess sem horfir. Hér er allt ofurlítið fljótandi í aðferð sem málarinn hefur þróað og tileinkað sér á síðustu árum. Þetta er þriðja einkasýning Sigurdísar (f. 1966) en hún hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga. Verið hjartanlega velkomin á opnun laugardaginn 20. apríl kl. 14-16.

Sýningin verður opin á verslunartíma á virkum dögum frá kl. 10-18 og laugardögum frá kl. 11-16. Sýningin Draumsýn stendur til 01. maí nk.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page