top of page

DRAUMALANDIÐ: Hlynur Helgason í Grafíksalnum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. júní 2023

DRAUMALANDIÐ: Hlynur Helgason í Grafíksalnum

Draumalandið / Elysium, er röð 15 nýrra tónaðra kýanótýpa (cyanotype), ljósmynda unnar með 19. aldar tækni í vatnslitapappír. Í myndefninu mætir afl náttúrinnar reglu mannlegs skipulags á dramatískan hátt. Um er að ræða sakleysislegt og hversdagslegt umhverfi, sem í meðförum tækninnar tekur á sig óreiðukenndan og ógnandi blæ. Myndin er unnin í vatnslitapappír og tónuð með náttúrulegum litaefnum, unnum úr grænum Aleppo-eikareplum. Þessi tækni gerir myndefnið bæði nánara og nærtækara, en felur á sama tíma í sér yfirbragð framandleika og uppbrots. Þannig reyna myndirnar að túlka þversagnarkennda afstöðu mannsins til náttúrunnar, sem getur verið hlý, fjölbreytileg og nærtæk, en getur í andvarpi orðið framandi og eitthvað til að hræðast. Sýningin verður opnuð föstudaginn 2. júní frá 5–7.

Hún verður í kjölfarið opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 2–5, fram til 18. júní.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page