top of page

Doris Conrads: Í skýjunum / In The Clouds

508A4884.JPG

miðvikudagur, 27. ágúst 2025

Doris Conrads: Í skýjunum / In The Clouds

5. september næstkomandi opnar einkasýning þýsku listakonunnar Doris Conrads, "Í skýjunum" / "In The Clouds" að Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði. Sýningin stendur til og með 30. september og verður opin alla daga nema mánudaga milli kl. 12 og 18.

Doris Conrads dvaldi í alþjóðlegum hópi listamanna í gestavinnustofu Listasetursins í Bæ sumarið 2015 og snýr nú aftur áratug síðar með verk sín sem fanga á hrífandi hátt dulúð og seiðandi aðdráttarafl himins og skýja. Sýningin samanstendur af málverkum, ljósmyndum og teikningum sem unnin hafa verið á heimavelli listakonunar í Marburg í Þýskalandi síðustu ár en eru þó undir áhrifum þess dramatíska skýjafars og sérstöku birtu sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.

Sjá nánar um listakonunna á vefsíðu hennar www.dorisconrads.de og um starfsemi Listasetursins í Bæ á www.baer.is.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page