top of page

Didda H. Leaman: Stundum raða ég stundum saman

508A4884.JPG

miðvikudagur, 8. maí 2024

Didda H. Leaman: Stundum raða ég stundum saman

Stundum raða ég stundum saman er heiti sýningar Diddu H. Leaman sem opnar í Hannesarholti föstudaginn 10. maí. 15.00-17.00.

Didda sýnir verk sem unnin eru með bleki og tússi á pappír.
Myndirnar vísa í eigin hugarheim og náttúruna og ýmis fyrirbæri hennar, svo sem liti og birtuskilyrði. Áhrifa frá ferðalögum til Hólmavíkur og dvalar við Steingrímsfjörð gætir í mörgum verkanna.

Didda H. Leaman stundaði myndlistarnám á Íslandi, Finnlandi og Bretlandi. Eftir námslok í málaradeild við Slade School of Fine Art, University College London, bjó hún í London í 20 ár, en hefur verið búsett í Reykjavík frá 2007. Árið 2017 hófst svo Hólmavíkurævintýri Diddu, en frá þeim tíma hefur hún dvalið hluta ársins á Hólmavík. Didda hefur dvalið í vinnustofum listamanna í Kathmandu í Nepal og Novi Sad í Serbíu, auuk fjögurra mánaða námsdvalar í Barcelóna.

Sýningin er sölusýning og stendur út maí. Hannesarholt er opið alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl.11.30-16:30

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page