top of page

Daníel Perez Eðvarðsson opnar sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. febrúar 2024

Daníel Perez Eðvarðsson opnar sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Maðurinn sem svaf eins og flamengódansari er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur á safnanótt föstudaginn 2. febrúar kl. 19.

Á sýningunni er fjallað um hátíðarmenningu. Sýndar eru ljósmyndir sem Daníel tók í Andalúsíu á Spáni 2021-2022, en Daníel er hálfur Spánverji en ólst upp á Íslandi. Samhliða svarthvítum prentum frá Spáni verða sýndar litmyndir frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sumarið 2023. Þannig fjallar sýningin um hátíðarmenningu, kaþólikka, annars vegar og Íslendinga, hinsvegar.

Leiðarstefið sem bindur saman þessi tvö viðfangsefni er verkið "La Gioconda", ljósmynd af Ísabellu Lilju sem er vísun í Mónu Lísu. Verkið af Mónu Lísu má túlka á þann veg að um hefðbundna Maríumynd sé að ræða en þannig sprettur fram kenningin um hina heilögu jómfrú, þunguð af heilögum anda. Með vísun í jómfrúnna er þeirri hugmynd varpað fram að jómfrúin í dalnum sé hyllt á hátíðarstundu og þannig sameinast hátíðleiki þessara tveggja heima í hyllingu á jómfrúnni með trúarlegri tilvísun kristindóms.

Daníel notast við ýmsa miðla við listiðju sína. Á sýningunni eru analog ljósmyndir, stafrænar myndir og polaroid myndir. Hljóðupptökur og vídeó eru einnig partur af listsköpun Daníels.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page