top of page

Dagur Hilmarsson: ENDURFÆÐING/REBIRTH

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. nóvember 2024

Dagur Hilmarsson: ENDURFÆÐING/REBIRTH

ENDURFÆÐING/REBIRTH
Dagur Hilmarsson
Mokka 28/11/24-15/01/25

Dagur Hilmarsson hefur verið meira en þrjá áratugi í grafískri hönnun og auglýsingum. Nú kemur hann fram með sína fyrstu einkasýningu á málverkum.

ENDURFÆÐING/REBIRTH er yfirskrift sýningarinnar sem er sölusýning og samanstendur af tuttugu akrýlverkum. Myndirnar málaði Dagur sem hluti af bataferli frá krabbameini í tungurót sem hann greindist ítrekað með á árunum 2014 til 2020. Líkt og krabbameinið eru verkin óútreiknanleg og fara sínu fram án þess að biðja um leyfi. Þau eru vitni um lífskraftinn sem í okkur býr og við getum alltaf glaðst yfir, sama hvað tautar og raular.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page