top of page

Dýrin mín stór og smá: Ásta Kristín Björnsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. júní 2024

Dýrin mín stór og smá: Ásta Kristín Björnsdóttir

ART67: Dýrin mín stór og smá: Ásta Kristín Björnsdóttir (1952) ólst upp í listrænu umhverfi, umvafin listamönnum og listmunum og alla tíð haft mikla unun af að teikna og skapa. Eftir áratuga vinnu sem grunnskólakennari hefur hún nú síðustu árin fundið sig í málaralistinni. Hún er að mestu sjálfmenntuð en hefur farið á námskeið í myndlistaskóla og notið tilsagnar hjá ýmsum listamönnum. Ásta Kristín hefur ferðast talsvert um heiminn og búið erlendis. Í Kanada, Danmörku, Þýskalandi og síðast og lengst í Chile.

Chile og reyndar öll Latín Ameríka, menningin, landslagið, fólkið og litagleðin hefur haft mikil áhrif á hana sem listamann, enda eru myndirnar hennar litaglaðar og myndrænar. Myndirnar eru olíumálverk aðallega af dýrum, unnar á striga. Þetta er hennar fyrsta einkasýning.

Hún verður með opnun sunnudaginn 2. júní milli 14.00 og 16.00. Öll velkomin.

Sýningin stendur til loka júní, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.

Art67 er opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 17:00 Sunnudaga 13:00 – 16:00

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page