top of page

Dýr - Laufey Elíasdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. október 2025

Dýr - Laufey Elíasdóttir

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 23. október frá 18:00-20:00 og þú ert velkomin !

Aðrir opnunartímar:

Fös. 24. okt 13:00 - 18:00
Lau. 25. okt 13:00 - 17:00
Sun. 26. okt 14:00 - 17:00

Litla Gallerý
Strandgata 19
220 Hafnarfjörður

Saklaust er nýfætt barn, nýfæddur ungi, það nýja sem stendur frammi fyrir óþekktum heimi. Við mótumst af umhverfi, uppeldi, reynslu, menningu og gildum, en grunneðli hvers einstaklings er ólíkt.

Við flokkum alla í ákveðna hópa, tegundir, hættustig og yfirráð. Hvað gerist ef manneskjan fellur alla varnarmúrana — eða hefur aldrei lært að byggja þá?

Líklegast yrði henni rústað, hún stendur þá ein í sakleysi sínu, veikburða og neyðist til að berjast fyrir lífi sínu.

Ef sigurinn vinnst, þá hefur hún öðlast djúpa þekkingu og lært að enginn er eins. Það væri harmleikur ef hún tæki upp sömu leikreglur og þeir sem reyndu að eyðileggja hana.

Mikilvægasti lærdómurinn er að draga sig frá því sem þjónar ekki þörfum hennar, frá því sem særir og tortímir.

Sagan í dýramálverkunum er að leyfa hverjum einstaklingi að finna sína eigin leið, sinn stað — og passa sig á því sem getur grafið undan lífi þeirra.

Fögnum fjölbreytileikanum og því sem gefur okkur lífsorku og hvetur okkur áfram í lífinu.

— Laufey Elíasdóttir, 2025

--------------

Í listinni andar hún

Frá unga aldri hefur Laufey leitað í listina — tónlist, kvikmyndir, leiklist, myndlist…

Sautján ára stofnaði hún pönkhljómsveitina PPPönk; á tvítugsaldri lærði hún kvikmyndaleik í Los Angeles; þrítug fann hún heimili á leiksviðinu í Noregi.

Ári áður en hún flutti til Noregs byrjaði hún að mála dýr — hljóð og vökular verur fullar af villtum sannleika.

Fyrir Laufeyju er listin súrefni — leið til að anda, lækna og skilja sjálfa sig og heiminn.

Óbundin við form listarinnar, hlustar hún og færir sig milli miðla.

Fyrir hana er listin ekki loka svarið — hún er sú leið sem ferðalagið er.


LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins

-----------------------------

There will be a special exhibition opening on Thursday, October 23th from 18:00-20:00 and you are welcome!

Other opening hours

Fri 24th Oct 13:00 - 18:00
Sat 25th Oct 13:00 - 17:00
Sun 26th Oct 14:00 - 17:00

Litla Gallerý
Strandgata 19
220 Hafnarfjörður

An innocent is a newborn — a baby, a cub, the brand-new soul facing the unknown. We are shaped by our environment, upbringing, experiences, culture, and values. Yet, at our core, each individual is unique.

We classify people into categories, types, levels of danger, and dominance. But what happens if someone drops all their defenses — or never learned to build any?

Most likely, they would be destroyed, standing alone in their innocence, fragile, broken and forced to fight for survival.

If victory is won, that person gains deep knowledge — a lesson that no one is the same. It would be a shame if they chose to turn their life around by becoming like those who once destroyed them.

The most important lesson is to step away from what does not serve us, what hurts and destroys.

The story behind these animal paintings is to help each person find their own path, their own place — and to be wary of what can harm them.

Let us welcome diversity, embrace what nurtures us, and be inspired to live a vibrant life.

— Laufey Elíasdóttir, 2025

--------

In Art, She Breathes

From her youth, Laufey has moved fluidly through art — music, film, theater, painting…

At 17, she co-founded the punk band PPPönk; in her twenties, she studied film acting in Los Angeles; at 30, she found a home on the theater stage in Norway.

A year before moving to Norway, she began painting animals — quiet beings full of wild truths.

For Laufey, art is oxygen — a way to breathe, heal, and understand herself and the world.

Unbound by form, she listens and moves freely between mediums.

For her, art is not a destination — it’s a way to enjoy the journey.


LG // Litla Gallerý is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjörður for this event.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page