top of page

Döff leiðsögn – Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. mars 2023

Döff leiðsögn – Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, táknmálsleiðsögumaður verður með döff leiðsögn um sýninguna Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður á Kjarvalsstöðum, laugardaginn 11. mars kl. 13.00

Skráning: https://listasafnreykjavikur.us6.list-manage.com/track/click?u=57fb68a48bffe98972181e23c&id=93ffc71bed&e=706aed0f77

Rauður þráður er fjölbreytt og yfirgripsmikil sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur (1938) sem hefur á löngum starfsferli sínum tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík og nýtt til þess fjölbreytta miðla, þó mest vefnað. Á sýningunni má sjá mörg af þekktustu verkum Hildar sem hafa öðlast mikilvægan sess í íslenskri menningarsögu og haft áhrif til breytinga í þjóðfélaginu.

Sýningin veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina sem eru samofnar þeim málefnum sem eru efst á baugi í samtíma okkar, einkum umhverfis- og jafnréttismál. Hildur er einnig mikilvirkur ræktandi og hefur velt fyrir sér margvíslegum kerfum, bæði manngerðum og lífrænum, sem er að finna í heiminum. Hildur var búsett í New York fylki 1956-1963 og varð vitni að frumbernsku tölvutækninnar, kynntist kvennabaráttu, réttindabaráttu svartra, andstöðu við stríðsrekstur og umhverfisumræðu, jafnframt því að skynja nýjar birtingarmyndir innan myndlistarinnar - popplist, flúxus og konsept.

Hildur Hákonardóttir var ein af frumherjum Rauðsokkahreyfingarinnar sem olli straumhvörfum innan jafnréttisbaráttunnar á áttunda áratugnum. Rauðsokkur tóku þátt í pólitískri umræðu og stóðu fyrir útgáfu, gjörningum og öðrum aktívisma sem opnaði augu margra fyrir kúgun kvenna.

Listin talar tungum er í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi og er hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur sem hlaut Öndvegisstyrk safnasjóðs fyrir verkefninu.

Ókeypis er á viðburðinn.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page