Corpus

miðvikudagur, 20. ágúst 2025
Corpus
Corpus – ný sýning í Gerðarsafni
20.08. – 02.11.2025
Opnun kl. 18:00 20. ágúst
Corpus er samsýning sex listamanna í sýningarstjórn Daríu Sólar Andrews og verður opnuð við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni miðvikudaginn 20. ágúst kl. 18:00.
Á Corpus má finna verk eftir Arvidu Byström, Herttu Kiiski, Jeanette Ehlers, Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka, Salad Hilowle & Sunnevu Ásu Weisshappel, sem vinna innan efnisleika, vefnaðar, skúlptúrs og ljósmyndunar. Með ólíkum aðferðum rannsaka listamennirnir samband okkar við líkamann, mannlega tilveru og hvernig við tengjumst umhverfi okkar. Líkaminn er lifandi fyrirbæri í sífelldri sveiflu milli sjálfsins og annars, menningar og náttúru, hins séða og óséða. Listamenn Corpus fá okkur til að íhuga hann nánar, með því að nota áferðir, nærveru, efniskennd, litbrigði og framvindu til að takast á við flókin tengsl kyns, kynþáttar, vistfræði og tækni. Hér er líkaminn ekki stöðugur heldur síkvikur og samofinn umhverfi sínu.
Sýnendur eru þau:
Arvida Byström (SE)
Jeannette Ehlers (DK)
Salad Hilowle (SE)
Hertta Kiiski (FI)
Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka (LV/IS)
Sunneva Ása Weisshappel (IS)


