top of page

Components - Habby Ósk sýnir í Listasal Mosfellsbæjar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 29. júní 2023

Components - Habby Ósk sýnir í Listasal Mosfellsbæjar

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Components, föstudaginn 30. júní milli kl 16-18.

Titillinn vísar í að vera partur af stærri heild eða kerfi og áhrif þess. Tengslin á milli parta geta verið viðkvæm og oft má lítið út af bregða til að breytingar verði og að heildin falli eða kerfið hrynji. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og ljósmyndum þar sem verkin reiða sig á að hver partur standi sig. Tengslin sem þeir mynda verða hluti af heild og stærra kerfi en eru jafnframt aðskiljanlegir.

Habby Osk bjó og starfaði síðastliðinn 15 ár í New York og þar á undan í Hollandi áður en hún flutti nú í haust til Reykjavíkur. Hún er með meistaragráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York og bakkalárgráðu í myndlist frá AKI ArtEz University of the Arts í Hollandi. Hún hefur sýnt víða síðastliðna í tvo áratugi, haldið einkasýningar í Bandaríkjunum og á Íslandi og tekið þátt í samsýningum víðsvegar um heiminn. Fjallað hefur verið um verk hennar meðal annars í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi. Habby hefur hlotið fjölda styrkja og haldið fyrirlestra víðsvegar. Hún hefur verið þátttakandi í ýmsum gestavinnustofum þar á meðal í hinni virtu gestavinnustofu ISCP - International Studio and Curatorial Program í New York.

Sýningin stendur til og með 28. júlí.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page