top of page

Celia Harrison nýr forstöðumaður Skaftfells

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. nóvember 2023

Celia Harrison nýr forstöðumaður Skaftfells

Celia Harrison hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells, Listamiðstöð Austurlands. Hún tekur til starfa 1. janúar næstkomandi.

Celia hefur mikla reynslu og ástríðu fyrir list og hefur unnið sem listrænn stjórnandi, framleiðandi og sýningarstjóri og hefur verið búsett á Seyðisfirði síðan 2015. Hún hefur gengt lykilhlutverkum sem stjórnandi listastofnana bæði á Nýja Sjálandi og Íslandi, fyrir skemmstu hjá LungA skólanum og sem með-stofnandi af menningar- og félagsheimilinu Herðubreið ásamt listahátíðinni List í ljósi.

Celia er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún lagði áherslu á að rannsaka samfélagsþróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskoranna. Í hugleiðingum um Skaftfell segir hún: “Skaftfell er einstök listamiðstöð sem skipar stóran sess í sögu Seyðisfjarðar og Austurlands. Það er sannur heiður að fá tækifæri til að halda áfram þeirri listrænu arfleið og ég hlakka til að vinna með öllum sem að henni koma.

Við óskum Celiu til hamingju og hlökkum til að fá hana til samstarfs.

Fráfarandi forstöðumaður Pari Stave lætur af störfum 31. desember og þakkar Skaftfell henni fyrir allt hennar starf í þágu Skaftfells síðastliðið eitt og hálft ár og óskar henni velfarnaðar í næstu verkefnum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page